VÖRUR
 
PAPPÍRSLAUS KERFI
 
SPÍTALAKERFI
 
ÖNNUR KERFI
 

 

Fakta ehf
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími: 5201400
fakta@fakta.is
HAFÐU SAMBAND ENGLISH  
 
Hlutur
Hlutur er hluthafakerfi fyrir fyrirtæki í rafrænni skráningu hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Kerfið vinnur á gögnum sem liggja hjá Verðbréfaskráningu og býður upp á hraðvirkar fyrirspurnir og vinnslur.
Hægt er að keyra mörg fyrirtæki í kerfinu og vinna með margar stöður hluthafa. Kerfið vinnur á flestum gagnagrunnum og má hann vera staðsettur hvar sem er á staðarneti.

Helstu aðgerðir
Meðal helstu aðgerða í kerfinu eru:

 •  Fylgjast með stöðu og breytingum á eignarhlutföllum hluthafa
 •  Flöggun innherjaviðskipta
 •  Vinnsla á arði
 •  Sækir upplýsingar um jöfnun til Verðbréfaskráningar og prentar hlutafjármiða til skatts
 •  Útprentun atkvæðaseðla fyrir staka eða alla hluthafa
 •  Fyrirspurnir um hreyfingar í skrám Verðbréfaskráningar, eftir tímabilum á ákveðinn     hluthafa eða alla hluthafa
 •  Myndræn greining viðskipta eftir tímabilum
 •  Hluthafaskrá í heild eða að hluta til í textakrá, Excel eða Word
 •  Flytur gagnagrunna á milli tölva, t.d yfir í ferðatölvu til notkunar án nettengingar á     aðalfundi

  Kerfið hefur fengið mikið lof notenda fyrir að vera í senn öflugt en einnig traust og einfalt í notkun.

 •  
  SKJÁMYND