VÖRUR
 
PAPPÍRSLAUS KERFI
 
SPÍTALAKERFI
 
ÖNNUR KERFI
 

 

Fakta ehf
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími: 5201400
fakta@fakta.is
 HEIM  UM OKKUR  RÁÐGJÖF
HAFÐU SAMBAND ENGLISH  

 Fakta ehf.
Fakta ehf. er traust og framsækið hugbúnaðar og ráðgjafa fyrirtæki, stofnað árið 1986. Fyrirtækið sérhæfir sig í skönnunarkerfum, verkferlum og pappírslausum lausnum, en framleiðir einnig viðskiptakerfi fyrir systurfyrirtæki sitt Reglu.

Auk almennra skjalastýringakerfa hefur Fakta framleitt ýmsar sérhæfðar lausnir sem byggja á stöðluðum einingum sem fyrirtækið framleiðir. Dæmi eru um sérhæfð kerfi frá Fakta þar sem vistaðar eru milljónir skannaðra mynda og skjala í öruggum gagnagrunni. Við hjá Fakta höfum leitast eftir að framleiða og bjóða viðskiptavinum okkar traustar og einfaldar lausnir sem reynast vel í rekstri. Með skjalastjórnun og rafrænni skjalavörslu uppfyllum við markmið okkar, að auðvelda fyrirtækjum aðgengi og úrvinnslu skannaðra gagna sem notuð eru í daglegum rekstri.

Starfsmenn Fakta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu sem komið hefur okkur í fremstu röð hugbúnaðarfyrirækja, en þekkingu þessa höfum við notað til að þróa og framleiða hágæða lausnir og þjónustu. Í dag eru lausnir frá Fakta í notkun meðal stærstu og virtustu fyrirtækja landsins í hinum ýmsu atvinnugreinum, en þar má meðal annars nefna fjármála- og samgöngufyrirtæki, trygginga- og olíufélög ásamt iðn- og samskiptafyrirtækjum.

Fagleg og traust vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Fakta þar sem þarfir og væntingar viðskiptavinarins liggja í fyrirrúmi.

Skoða kynningarbækling

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan Ólafsson, framkvæmdarstjóri
kjartan@fakta.is