VÖRUR
 
PAPPÍRSLAUS KERFI
 
SPÍTALAKERFI
 
ÖNNUR KERFI
 

 

Fakta ehf
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími: 5201400
fakta@fakta.is
HAFÐU SAMBAND ENGLISH  
 
Samþykktarkerfi
Samþykktarkerfið er umsjónarkerfi fyrir rafræn skjöl sem stýrir flæði reikninga og annara mikilvægra skjala um stærri fyrirtæki þar sem aðilar gefa samþykki sitt eða umsögn um skjal, en kerfið heldur utan um stöðu þess og skráir ferli.

Sem dæmi um notagildi má nefna stórfyrirtæki með skrifstofur eða starfsemi á fleiri en einum stað. Í stað þess að senda reikning í pósti í útibú er unnt að úthluta honum rafrænt og þannig afgreiða málið samstundis, í stað þess að bíða marga daga eftir að gögnin berist til baka á hefðbundin máta.
Einnig má nefna að ábyrgðaraðili getur skoðað skjöl, t.d ósamþykkta reikninga, frá Internetinu hvar sem er í heiminum og veitt umsögn sína eða samþykki þaðan og þarf því ekki að bíða eftir að koma á skrifstofuna til slíkra starfa.

Kerfið heldur utan um alla sögu skjala og samþykktareininga. Því er alltaf hægt að fá yfirlit yfir hvernig skjal hefur borist á milli manna með athugsemdum, umsögnum aðgerðum og aðgengi.

 
SKJÁMYNDIR